U21 Landsliðshópurinn klár
Nýr U21 landsliðshópur var tilkynntur í dag í verslun Líflands. Kynningunni var streymt á Facebook síðu LH en hægt er að sjá það HÉR
Hekla Katharína Kristinsdóttir, þjálfari U21 landsliðsins, kynnti hópinn og sagði að hann ætti það sameiginlegt að þessir knapar væru afreksmenn í sínum aldursflokki. „Einnig búa þeir yfir frábærum hestakosti sem þeir bjóða fram sem valkost sem fulltrúar okkar á Heimsmeistaramótið,“ segir Hekla í kynningunni.
Knaparnir eru aldrinum 16 – 21 árs og það eru þau sem hafa heimild að keppa á heimsmeistaramóti, þetta eru síðustu tvö árin í unglingafl0kki ásamt ungmennaflokki. Breyting er frá síðasta hausi þegar 16 knapar voru valdir í þennan landsliðshóp að í þessu fyrsta úrtaki eru valdir 12. knapar. Í vetur mun landsliðsþjálfari ekki hika við að taka inn ný keppnispör sem sýna það að þau eigi heima í þessum hópi. „Hópurinn að þessu sinni er mótaður með markmið sumarsins í huga. Þar munum við mæta á heimsmeistarmót íslenska hestisns með fimm knapa og þessir fimm knapar þurfa að dekka fjórgangsgreinar, fimmgangsgreinar og skeiðgreinar. Ísland stefnir á framúrskarandi árangur á þessu móti. Það er ekkert minna,“ bætir hún við.
„Það er spennandi vetur framundan og veit ég að þau er nú þegar farin á fullt í undirbúning fyrir keppnistímabilið.“
Knaparnir eru:
Arnar Máni Sigurjónsson, hestamannafélagið Fákur, stefnir m.a. með Storm frá Kambi í fimmgangsgreinar á HM.
Benedikt Ólafsson, hestamannafélagið Hörður, stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Leiru-Björk í gæðingaskeið á HM.
Björg Ingólfsdóttir, hestamannafélagið Skagfirðingur, stefnir með Kjuða í fimmgangsgreinar á HM.
Glódís Rún Sigurðardóttir, hestamannafélagið Sleipnir, stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Drumb frá Víði-Völlum fremri á HM.
Herdís Björg Jóhannsdóttir, hestamannafélagið Sprettur, stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Kvarða frá Pulu á HM.
Jón Ársæll Bergmanna, hestamannafélagið Geysir, stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Rikka frá Stóru-Gröf á HM.
Kristófer Darri Sigurðsson, hestamannafélagið Sprettur, stefnir m.a. með Ás frá Kirkjubæ í fimmgangsgreinar á HM.
Matthías Sigurðsson, hestamannafélagið Fákur, stefnir m.a. með Dýra frá Hrafnkelsstöðum í fjórgangsgreinar á HM.
Sara Dís Snorradóttir, hestamannafélagið Sörli, stefnir m.a. með Engil frá Ytri-Bægisá í fimmgangsgreinar á HM.
Signý Sól Snorradóttir, hestamannafélagið Máni, stefnir með Kolbein frá Horni í fjórgangsgreinar á HM.
Védís Huld Sigurðardóttir, hestamannafélagið Sleipnir, stefnir með Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum í fjórgangsgreinar á HM.
Þórgunnur Þórarinsdóttir, hestamannafélagið Skagfirðingur, stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Hnjúk frá Saurbæ í fjórgangsgreinar á HM.
Til hamingju knapar með valið !