Fríða og Sigurður afreksknapar æskunnar hjá Geysi

Í dag 15. janúar fór fram uppskeru – og verðlaunahátíð æskunnar fyrir árið 2022 hjá hestamannafélaginu Geysi í Rangárhöllinni.
Farið var yfir æskulýðsstarfið síðastliðið ár og komandi viðburði og reiðnámskeið sem verða á boðstólnum þennan vetur voru kynnt. Sigurður Sigurðarson, knapi ársins hjá Geysi og Kristján Árni Birgisson, ungmenni ársins hjá Geysi, komu á hátíðina og sögðu skemmtilega frá hvernig þeirra hestamennska byrjaði og hvað þeim finnst skipta mestu máli til að ná árangri í keppni.
Eftir það var þeim börnum og unglingum sem að kepptu fyrir hönd Geysis á Landmóti hestamanna veitt viðurkenning. Geysir átti þar gríðarlega öflugan og fjölmennan hóp sem stóð sig frábærlega.


Verðlaunaafhending fyrir Afreksbikarinn í barna og unglingaflokki fór síðan fram en í þetta sinn hlaut Fríða Hildur Steinarsdóttir bikarinn í barnaflokki.

Sigurður Steingrímsson hlautinn bikarinn í unglingaflokki. Þau stóðu sig bæði frábærlega í keppni á árinu 2022 en Fríða var m.a. í 2 sæti í barnaflokki á Landmótinu og Sigurður stóð uppi sem sigurvegari í unglingaflokki á Landsmótinu.
Eftir það var boðið uppá pizzuveislu, kaffi og djús. Skemmtilegur dagur hjá hestamannafélaginu Geysi í dag.
Myndir: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir
Hægt er að sjá fleiri myndir frá viðburðinum HÉR