Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Annar sigurinn í röð í Meistaradeildinni hjá Aðalheiði

  • 9. febrúar 2023
  • Fréttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum Myndir: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Keppni lokið í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

Flottri slaktaumatöltskeppni í Meistaradeildinni í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli er lokið. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir byrjar tímabilið vel en hún nældi sér í annar sigurinn í röð í deildinni. Í þetta sinn í slaktaumatölti á honum Flóvent frá Breiðstöðum en þau voru efst eftir forkeppni og unnu síðan a úrslitin með 8,08 í einkunn. Hanne Smidesang endaði í öðru sæti á Tón frá Hjarðartúni eftir að hafa keypt sér sæti í keppninni. Frábær árangur það. Sigurvegarinn frá því í fyrra Flosi Ólafsson á Forki frá Breiðabólsstað deildi þriðja sætinu með Védísi Huld Sigurðardóttir, sem keppti sem villiköttur fyrir lið Top Reiter.

Lið Top Reiter hlaut liðaplattann í slaktaumatöltinu en í úrslitum voru þau Védís Huld og Árni Björn Pálsson en Teitur Árnason var rétt við úrslit, í áttunda sæti, á Nirði frá Feti. Lið Ganghesta/Margrétarhofs leiðir þó enn liðakeppnina með 101,5 stig, Auðsholtshjáleiga í öðru með 94 stig og Hestvit/Árbakki í því þriðja. Hér fyrir neðan er hægt að sjá stöðuna í liða- og einstaklingskeppninni.

Aðalheiður hefur styrkt stöðu sína í einstaklingskeppninni, þó er enn nóg eftir af stigum enda einungis tveimur greinum af átta lokið. Aðalheiður er með 24 stig og er hún eini knapinn sem hefur verið í topp tíu í báðum greinunum. Signý Sól Snorradóttir er í öðru sæti með 10 stig og Flosi Ólafsson og Védís Huld jöfn í þriðja með 9 stig.

Næsta keppni er 3. mars og þá verður keppt í fimmgangi.

Slaktaumatölt T2 – A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof 8,08
2 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,88 – Uppboðssæti
3-4 Flosi Ólafsson Forkur frá Breiðabólsstað Hrímnir/Hest.is 7,75
3-4 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Top Reiter 7,75 – Villiköttur
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga 7,42
6 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II Top Reiter 7,04

Staðan í liðakeppninni
Ganghestar/Margrétarhof 101,5
Auðsholtshjáleiga 94
Hestvit/Árbakki 89 stig
Top Reiter 82,5 stig
Hjarðartún 76 stig
Hrímnir/Hest.is 55 stig
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 54 stig
Storm Rider 47 stig

Slaktaumatölt T2 – Forkeppni – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,93
2 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,83
3 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,70
4-5 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II 7,60
4-5 Flosi Ólafsson Forkur frá Breiðabólsstað 7,60
6 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,57
7 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 7,47
8-9 Teitur Árnason Njörður frá Feti 7,40
8-9 Pierre Sandsten Hoyos Krummi frá Höfðabakka 7,40
10 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,37
11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk 7,27
12-13 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 7,17
12-13 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá 7,17
14 Kristófer Darri Sigurðsson Ófeigur frá Þingnesi 7,10
15 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili 7,07
16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Slæða frá Traðarholti 6,93
17 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kvarði frá Pulu 6,90
18 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp 6,80
19-20 Jakob Svavar Sigurðsson Ottesen frá Ljósafossi 6,77
19-20 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni 6,77
21 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 6,67
22 Þorgeir Ólafsson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 6,63
23 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi 6,17
24 Mette Mannseth Blundur frá Þúfum 5,17
25 Reynir Örn Pálmason Týr frá Jarðbrú 0,00

Niðurstöður í einstaklingskeppninni
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 24
Signý Sól Snorradóttir 10
Védís Huld Sigurðardóttir 9
Flosi Ólafsson 9
Sara Sigurbjörnsdóttir 8
Ragnhildur Haraldsdóttir 7
Ásmundur Ernir Snorrason 7
Árni Björn Pálsson 6
Hans Þór Hilmarsson 6
Glódís Rún Sigurðardóttir 5
Þorgeir Ólafsson 5
Teitur Árnason 4
Helga Una Björnsdóttir 4
Pierre Sandsten Hoyos 3
Jóhanna Margrét Snorradóttir 2,5
Hinrik Bragason 2,5
Bjarni Jónasson 2
Gústaf Ásgeir Hinriksson 1
Jakob Svavar Sigurðsson 1

*Tölur eru ekki staðfestar frá stjórn MD

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar