Opið Gæðingamót Geysis

  • 2. júní 2023
  • Tilkynning
Mótið er einnig úrtaka fyrir Fjórðungsmót Austurlands

Framundan er opið Gæðingamót Geysis sem jafnframt er úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Mótið fer fram 9.-11. júní, endanlegar dagsetningar ráðast af skráningarfjölda. Vakin er athygli á því að þeir sem hyggjast taka þátt í Gæðingakeppni f.h. félagsins á Fjórðungsmóti þurfa að fara í gegnum úrtöku hjá félaginu. Efstu 18 í hverjum flokki sem keppa fyrir Geysi öðlast þátttökurétt.

Langtíma veðurspáin fyrir helgina er mögnuð og hefur verið ákveðið að bjóða uppá 250m, 150m og 100m skeið. Veðurspáin segir 15°C og 2m/s, við vitum að brautin á Rangárbökkum er ein sú hraðasta á landinu og því nokkuð borðleggjandi að það munu nást góðir tímar!

Fyrirspurnir vegna mótsins sendist á hmfgeysir@hmfgeysir.is

Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:

–      Nái skráningar ekki viðunandi fjölda fellur flokkur niður eða verður sameinaður öðrum eftir atvikum.
–      Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.

Skráningargjöld eru eftirfarandi:

–          7.500 kr í Fullorðins og ungmennaflokka.

–          5.000 kr í Unglinga- og barnaflokk sem og skeiðgreinar.

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka:

–          A flokkur (gæðingaflokkur 1 og 2)

–          B flokkur (gæðingaflokkur 1 og 2)

–          A flokkur Ungmenna

–          B flokkur Ungmenna

–          Unglingaflokkur

–          Barnaflokkur

–          Gæðingatölt Fullorðins-, ungmenna-, unglinga- og barnaflokkur)

–          250m skeið

–          150m skeið

–          100m skeið

Opið er fyrir skráningar til kl. 23:59 sunnudagskvöldið 4. júní.

Við hvetjum knapa til þess að skrá tímanlega,

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Rangárbökkum!

Mótsnefnd Gæðingamóts Geysis 2023

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar