Kastor og Konráð yfir níuna

  • 25. júní 2023
  • Fréttir
Niðurstöður frá gæðingamóti Léttis og úrtöku fyrir Fjórðungsmót.

Gæðingamót Léttis og úrtaka fyrir Fjórðungsmót fór fram um helgina á Hlíðarholtsvellinum á Akureyri.

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk og Konráð Valur Sveinsson unnu A flokkinn örugglega með einkunnina 9,01. B flokkinn vann Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku og Guðmundur Karl Tryggvason en þau hlutu 8,63 í einkunn.

Barnaflokkinn vann Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir á Asa frá Vatnshóli með 8,67 í einkunn og unglingaflokkinn vann Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir á Ronju frá Ríp 3 en þau hlutu 8,31 í einkunn. Egill Már Þórsson vann ungmennaflokkinn á Rauðhettu frá Efri-Rauðalæk.

Höskuldur Jónsson vann tölt T3 1. flokk á Orra frá Sámsstöðum með 7,72 í einkunn og Hreinn Haukur Pálsson á Tvist frá Garðshorni vann 100 m. skeiðið með tímann 8,08 sek.

HÉR er hægt að sjá heildarniðurstöður mótsins

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar