Íslandsmót Lilja Rún Íslandsmeistari í gæðingalist unglinga

  • 14. júlí 2023
  • Fréttir

Myndir: Marta Gunnarsdóttir

Niðurstöður frá Íslandsmóti barna og unglinga

Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Sigð frá Syðri-Gegnishólum eru Íslandsmeistarar í Gæðingalist unglinga 2023. Virkilega glæsileg sýning hjá þeim og vel að sigrinum komin. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Gæðingalist á Íslandsmóti barna og unglinga og er vonandi komin til að vera.

NIÐURSTÖÐUR – Gæðingalist – Unglingaflokkur
1. Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 7.27
2. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk 7.10
3. Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6.60
4. Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum 6.33
5. Kristin Eir Hauksdóttir Holaker Ísar frá Skáney 627
6. Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Aðgát frá Víðivöllum fremri 6.10
7. Snæfríður Ásta Jónasdóttir Stæll frá Njarðvík 5.40

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar