Svíar, Íslendingar og Norðmenn með efstu hestana

  • 1. ágúst 2023
  • Fréttir

Hersir frá Húsavík er fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Hollandi, sýnandi Teitur Árnason. Mynd: Kolla Gr.

Flokkur 7 vetra og eldri stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Oirschot

Kynbótasýningar hafa verið partur af Heimsmeistaramótunum síðan 1985 en þá var í fyrsta sinn dæmd hross á Evrópumóti. Hvert aðildarland FEIF hefur rétt á að senda tvö hross í hverjum aldursflokki og mega hrossin taka þátt bæði í íþróttakeppninni og vera sýnd á kynbótasýningunni. Hrossin mega einungis vera sýnd fyrir það aðildarland sem það er fætt í.

Hryssur og stóðhestar eru sýnd í sitthvorum flokknum og eru allir aldursflokkar nema 4 vetra hross á Heimsmeistaramótum. Í ár verður sú nýbreytni að ekki verða hrossin byggingardæmd á mótinu heldur fylgir einkunnin með þeim inn á mótið.

Á síðasta móti stóðu íslensk fædd hross efst í fjórum flokkum af sex. Þjóðverjar áttu hæst dæmda 7 vetra og eldri stóðhestinn á síðasta móti Óðinn vom Habichtswald en það verða þrjú hross undan honum sýnd á mótinu öll fædd á Kronshof í Þýskalandi.

Tíu hestar eru skráðir í 7 vetra og eldri flokk stóðhesta og er þetta stærsti flokkurinn á mótinu. Ef skoðaðar eru aðaleinkunnir þessara hesta fyrir móti eru efstir Hersir frá Húsavík (IS), Svanur fra Kringeland (NO) og Náttfari från Gunvarbyn (SE) allir með 8,62 í aðaleinkunn. Hersir fer með gott veganesti inn á mót en hann hlaut 8,99 fyrir sköpulag. Náttfari er þó bara nokkrum kommum neðar fyrir sköpulag eða með 8,90.

Svíar senda tvo hesta í þennan flokk Náttfara og Kolgrím Grímsson från Gunvarbyn en hann hlaut í aðaleinkunn 8,56 á vorsýningum. Kolgrímur stóð efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á síðasta Heimsmeistaramóti.

Stóðhestarnir í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta.

204) IS2015166640 Hersir frá Húsavík – Ísland
Ræktandi: Einar Gíslason, Gísli Haraldsson
Eigandi: Nils Christian Larsen
F.: IS2009188691 Vökull frá Efri-Brú
M.: IS1997266640 Hrauna frá Húsavík
Sýnandi: Teitur Árnason

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,62

235) SE2014106693 Náttfari från Gunvarbyn – Svíþjóð
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Alf Bjørseth kt: NO2100000139
F.: IS2006186644 Grímur frá Efsta-Seli
M.: NO2001215173 Nótt fra Ørskog
Sköpulag: 8,5 – 9,5 – 8,0 – 9,5 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 8,5 = 8,99
Sýnandi: Agnar Snorri Stefansson

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,62

236) SE2014106695 Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn – Svíþjóð
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Stald Gavnholt v/ Agnar Snorri Stefánsson
F.: IS2006186644 Grímur frá Efsta-Seli
M.: SE2007208136 Kolskör från Kolungens Gård 2
Sköpulag: 8,5 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,5 – 8,0 – 8,5 – 9,0 = 8,90
Sýnandi: Agnar Snorri Stefansson

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,56

212) DK2015100181 Hagalín fra Engholm – Danmörk
Ræktandi: Engholm Consult Aps v. Familien Vemming
Eigandi: Dubs Sylvia, Stald Gavnholt v/ Agnar Snorri Stefánsson
F.: IS2006186644 Grímur frá Efsta-Seli
M.: DK2008205892 Helena Fagra fra Engholm
Sköpulag: 8,5 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 – 9,5 = 8,55
Sýnandi: Agnar Snorri Stefansson

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,41

223) DE2014163010 Óskasteinn vom Habichtswald – Þýskaland
Ræktandi: Maria-Magdalena Siepe-Gunkel
Eigandi: Elisa Graf, Phillip Graf
F.: DE2002134228 Teigur vom Kronshof
M.: IS1989287745 Ósk frá Klængsseli
Sköpulag: 8,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,54
Sýnandi: Elisa Graf

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,56

231) NO2014104293 Svanur fra Kringeland – Noregur
Ræktandi: Inge Kringeland
Eigandi: Inge Kringeland
F.: IS2004156464 Sævar frá Hæli
M.: NO2006209017 Alda fra Kringeland
Sköpulag: 7,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,5 = 8,49
Sýnandi: Eyjólfur Þorsteinsson

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,62

210) BE2014101922 Keilir frá Myllulæk – Belgía
Ræktandi: Van Peteghem Yves
Eigandi: Dhr. M. van Leeuwen, Mw. N. Hofkens
F.: IS2004188799 Hringur frá Fossi
M.: NL1998200103 Kolgríma Tinnudóttir frá Litla-Húsið
Sköpulag: 9,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5 – 7,0 – 8,5 – 9,0 = 8,21
Sýnandi: Eric Winkler

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,39

208) AT2015130101 Sigursson von Hoftúni – Austurríki
Ræktandi: Bára Aðalheiður Elíasdóttir, Bjarki Steinn Jónsson
Eigandi: Celina Probst
F.: IS2003156270 Sigur frá Hólabaki
M.: IS2000255262 Birta frá Síðu
Sköpulag: 7,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,5 = 8,14
Sýnandi: Pierre Sandsdsten-Hoyos

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,06

245) NL2007100126 Hausti van ´t Groote Veld – Holland
Ræktandi: Mw. Livien Eversen
Eigandi: Dhr. Fr. Buijtelaar, Mw. M. de Haan
F.: IS1995184968 Jarl frá Miðkrika
M.: IS1994286056 Sara frá Oddhóli
Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 7,5 – 8,5 – 8,0 – 7,0 – 8,0 – 8,0 = 8,11
Sýnandi: Tom Buijtelaar

Aðaleinkunn fyrir mót: 8,16

221) FR2016168428 Gyllir du Langeren – Frakkland
Ræktandi: Kugler Pascale
Eigandi: Kugler Pascale
F.: IS2001187015 Dalvar frá Auðsholtshjáleigu
M.: FR2007268122 Tillit du Langeren
Sköpulag: 9,0 – 8,5 – 7,5 – 8,5 – 8,0 – 7,0 – 7,0 – 9,0 = 8,04
Sýnandi: Erlingur Erlingsson

Aðaleinkunn fyrir mót: 7,90

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar