Glampi frá Kjarrhólum allur

  • 18. ágúst 2023
  • Fréttir
Minning um gæðing

Glampi frá Kjarrhólum er dáinn en hann var sleginn illa í hólfi og þurfti að fella hann í kjölfarið. Glampi var einungis 11 vetra

Glampi var undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Gígja frá Árbæ. Hann fór í sinn hæsta dóm árið 2021 en þá hlaut hann 8.68 í aðaleinkunn. Glampi á skráð 70 afkvæmi í WorldFeng

Glampi var í eigu Daníels Jónssonar og Berthu Maríu Waagfjörð. Þau skrifuðu eftirfarandi minningarorð á Facebook síðu sinni um klárinn

“Elsku besti Glampi okkar er kominn í sumarlandið 😭😢😭

Glampi var sleginn illa í hólfi og var reynt að gera allt sem hægt við fyrir hann.

Það er alveg ofboðslega erfitt að kveðja þennan höfðingja og hjörtun okkar eru mölbrotin 💔💔. Glampi var alveg einstakur hestur með gull hjarta og frábært geðslag og vonum við að afkvæmi hans haldi minningu hans á lofti 🙏

Nú hvílir hann og munu allar góðu stundirnar lifa í minningum okkar og hjörtum.

Elsku besti Glampi takk fyrir allt 💙💙💙

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar