Kynbótasýningar Eitt hross hlaut 10 fyrir samstarfsvilja

  • 28. september 2023
  • Fréttir

Daníel Ingi Larsen þjálfari Kríu, Kría og Helga Una Björnsdóttir sýnandi Kríu

20 hross hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja í ár

Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er samstarfsvilji.

Kría frá Hvammi er sú eina sem hefur hlotið 10 fyrir samstarfsvilja á árinu. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,06 og fyrir hæfileika 9,02 sem gerir 8,68 í aðaleinkunn. Hún er undan Kiljani frá Steinnesi og Ópal frá Hvammi. Eigandi og ræktandi er Pétur Benedikt Guðmundsson og sýnandi var Helga Una Björnsdóttir.

20 hross hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja í ár og hér fyrir neðan er listi yfir þau hross

Nafn  Uppruni í þgf. Dómsland Sýnandi
Arney Ytra-Álandi IS Agnar Þór Magnússon
Djáknar Selfossi IS Elvar Þormarsson
Gríður Þúfum IS Mette Camilla Moe Mannseth
Gyðja Hofi á Höfðaströnd IS Þórarinn Eymundsson
Hlökk Strandarhöfði IS Ásmundur Ernir Snorrason
Hylur Flagbjarnarholti IS Eyrún Ýr Pálsdóttir
Kamma Margrétarhofi IS Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Katla Hemlu II IS Árni Björn Pálsson
Leistur Íbishóli IS Guðmar Freyr Magnússon
Logi Valstrýtu IS Flosi Ólafsson
Lukka Eyrarbakka IS Viðar Ingólfsson
Náttdís Kronshof NL Frauke Schenzel
Nóta Sumarliðabæ 2 IS Þorgeir Ólafsson
Ösp Narfastöðum IS Bjarni Jónasson
Pála Kronshof NL Frauke Schenzel
Seiður Hólum IS Konráð Valur Sveinsson
Snilld Eystri-Hól IS Ævar Örn Guðjónsson
Stórborg Litla-Garði IS Barbara Wenzl
Svandís Aðalbóli 1 IS Sigursteinn Sumarliðason

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar