Spuni með flest sýnd afkvæmi á árinu

  • 28. ágúst 2020
  • Fréttir

Spuni frá Vesturkoti á Landsmóti 2011. Mynd: Henk Peterse

Í léttri yfirferð yfir tölfræði ársins á kynbótabrautinni kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Nú er röðin komin að því að fara yfir hvaða stóðhestar skiluðu flestum afkvæmum inn á sýningarbrautina þetta árið. Rétt er að geta þess að hér er einungis tekin saman tölfræði fyrir sýningarárið á Íslandi, enda er enn verið að sýna hross á meginlandinu.

Það þarf ekki að koma á óvart að Spuni frá Vesturkoti skilaði flestum afkvæmum í brautina þetta árið, 39 talsins. Næstur á eftir var Konsert frá Hofi sem brátt yfirgefur fósturjörðina, með 34 afkvæmi í fullnaðardóm og jafnir í þriðja til fimmta sæti með 32 sýnd afkvæmi voru Arion frá Eystra-Fróðholti, Ómur frá Kvistum og Sleipnisbikarhafinn Skýr frá Skálakoti.

Topp tíu listinn yfir þá feður sem eiga flest sýnd afkvæmi á árinu er annars eftirfarandi:

  1. Spuni frá Vesturkoti – 39 afkvæmi
  2. Konsert frá Hofi – 34 afkvæmi
  3. Arion frá Eystra-Fróðholti – 32 afkvæmi
  4. Ómur frá Kvistum – 32 afkvæmi
  5. Skýr frá Skálakoti – 32 afkvæmi
  6. Hrannar frá Flugumýri II – 31 afkvæmi
  7. Stáli frá Kjarri – 29 afkvæmi
  8. Sjóður frá Kirkjubæ – 22 afkvæmi
  9. Loki frá Selfossi – 20 afkvæmi
  10. Ölnir frá Akranesi – 20 afkvæmi

Listinn hér að ofan miðar við þau hross sem hlutu fullnaðardóma á árinu og eru þau afkvæmi hestanna sem voru endursýnd innan ársins aðeins talin einu sinni. Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar