Kaffispjall Á Kaffistofunni

  • 28. febrúar 2024
  • Á Kaffistofunni Fréttir
Hlaðvarpsþátturinn Á Kaffistofunni er á miklu flugi þessa dagana og í dag fór í loftið nýr þáttur af Kaffispjalli.

Í þessum þætti fara þau Arnar Bjarki Sigurðarson, Hanne Smidesang og Hjörvar Ágústsson yfir margt af því sem fram hefur farið í hestamennskunni síðustu misseri.

Þau ræða niðurstöður í hinum og þessum deildum sem hafa farið fram frá síðasta þætti. Taka upp símtólið og heyra í þeim Vilborgu Smáradóttur sigurvegara fyrsta keppniskvöldsins í 1.deildinni og Glódís Rún Sigurðardóttir sem sigraði slaktaumatölt í Meistaradeild Líflands.

Auk þess ræða þau hin og þessi málefni líðandi stundar. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan eða á Spotify.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar