Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Á mótsdegi með Ástu Björk

  • 22. janúar 2025
  • Fréttir
Dagur í lífi keppenda í Meistaradeildinni

Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli annað kvöld, fimmtudaginn 22.janúar. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV. Útsending hefst klukkan 18:30 en keppnin sjálf byrjar klukkan 19:00.

Til viðbótar við hina eiginlegu beinu útsendingu frá deildinni, verða umræðuþættir teknir upp eftir hvert keppniskvöld þar sem aðilar rýna í það sem fram fór á hverju móti. Þeir þættir verða sýndir í vikunni á milli keppnisdaga.

Þá verður framleiddur annar þáttur sem heitir Á mótsdegi og er þáttarstjórnandi hans Ásta Björk Friðjónsdóttir. Þættirnir munu gefa áhorfendum innsýn í það hvernig það er að vera keppandi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, hvað felst í undirbúningi og hvernig lítur mótsdagurinn út frá sjónarhóli keppendans. Fyrsti knapinn sem Ásta Björk fylgir eftir verður hún Jóhanna Margrét Snorradóttir en hún er skráð til leiks í fjórgangskeppnina með Bút frá Litla-Dal.

Ekki missa af þessu öllu og svo miklu meira til á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift.

Ráslisti fyrir fyrsta keppniskvöldið í Meistaradeildinni liggur nú fyrir og má nálgast hann með því að smella hér. Viltu fræðast meira um EiðfaxaTV, smelltu þá hér. 

Auk þess að upplifunin að vera áhorfandi í salnum er alltaf mögnuð. IB býður gestum frítt á fjórganginn og verður hægt að tryggja sér frábærar veitingar m.a. af veisluhlaðborði frá Veisluþjónustu Suðurlands.

 

Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is. Við hvetjum þá sem ætla að tryggja sér áskrift að gera það tímanlega svo hægt sé að aðstoða fólk ef eitthvað kemur upp.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar