Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts „Á spretti“ sýndir á Eiðfaxa TV

  • 20. febrúar 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Samantektarþættir sem gefnir voru út hálfsmánaðarlega á milli móta í Áhugamannadeildinni.

Samskipadeildin, áhugmannadeild Spretts byrjar í kvöld en keppni hefst kl. 19:00. Í því tilefni verða endursýndir 10 ára gamlir þættir Á SPRETTI sem voru samantektarþættir og gefnir út hálfsmánaðarlega á milli móta í deildinni.

Fyrsti þátturinn er samantektarþáttur fyrir fjórganginn 2015 og fer í loftið kl. 18:05 og í beinu framhaldi fer þáttur tvö í loftið en í þessum þáttum er fylgst með knöpum keppa í fjórgangi og fimmgangi. Bein útsending hefst síðan frá keppni í Samskipadeildinni sem hefst kl. 19:00 í Samskipahöllinni í kvöld.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar