„Að hafa óbilandi viljastyrk og trú á verkefnið“

  • 13. október 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Árna Björn Pálsson knapa ársins

Á uppskeruhátíð LH í gær var Árni Björn Pálsson útnefndur knapi ársins, hlýtur hann þá nafnbót í fimmta sinn. Þeir Kári Steinsson og Adam Ríkharðsson kvikmyndatökumaður hittu Árna Björn og tóku hann tali á uppskeruhátíðinni.

Hér fyrir neðan má horfa á viðtalið.

 

Árni Björn er fjölhæfur afreksknapi og var árangur hans á árinu 2024 ótrúlegur. Hæst ber að nefna sigur í A-flokki gæðinga á Landsmóti þar sem hann og Álfamær áttu frábærar sýningar en þau eru einnig í þriðja sæti á stöðulista í gæðingaskeiði. Átti Árni Björn einnig eftirminnilegar sýningar á Seðli frá Árbæ í A flokki. Árni Björn er Íslandsmeistari í tölti á Kastaníu frá Kvistum, hlutu þau silfurverðlaun á Landsmóti í sömu grein og eru efst á WR listanum í þessari grein í ár. Hann náði góðum árangri á skeiðbrautinni á hestum sínum Ögra frá Horni og Þokka frá Varmalandi. Árni Björn Pálsson er einstakur afreksknapi, sönn fyrirmynd fyrir elju sína, jákvæðni og fagmennsku í hvívetna og hlýtur hann því nafnbótina “Knapi ársins 2024”.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar