Heimsmeistaramót Aðalheiður Anna heimsmeistari og Helga Una hlaut silfur

  • 10. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Aðalheiði Önnu

Í úrslitum í slaktaumatölti fullorðinna átti Ísland tvo fulltrúa. Það voru þær Helga Una Björnsdóttir á Ósk frá Stað og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Hulinn frá Breiðstöðum en þær voru jafnar í forystu eftir forkeppni með einkunnina 8,17. í úrslitunum voru hestarnir voru hver öðrum glæsilegri á tölti og allir keppendur náðu að skila góðum sýningum.

Aðaheiður Anna og Hulinn áttu magnaðan dag og hlut hæsta einkunn allra keppenda á öllum atriðunum, frjálsri ferð, hægu tölti og sýningu á tölti á slökum taum. Þau standa því uppi sem heimsmeistarar í slaktaumatölti árið 2025. Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað áttu einnig magnaðar sýningar og hlutu góðar einkunnir þær unnu sér inn annað sætið og silfur og mæta svo galvaskar í úrslit í fjórgangi á eftir.

 

# Knapi Hestur Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum 8.92
2 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 8.38
3 Oliver Egli Hákon frá Báreksstöðum 7.96
4 Christina Johansen Nóri fra Vivildgård 7.88
5 Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi 7.83
6 Lisa Staubli Viðja frá Feti 7.71

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar