Aðalheiður og Kveikur skinu skært í tölti meistara
Aðalheiður og Kveikur í kynbótadómi á LM2018
Keppni í tölti (T1) meistara og ungmennaflokki fór fram nú í dag á Reykjavíkurmeistaramóti. Það má segja að keppendur í báðum þessum flokkum hafi notið sín vel í sólinni í Víðidalnum.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Kveikur tóku í dag þátt í sinni fyrstu töltkeppni utandyra en þau höfðu aðeins einu sinni keppt áður og það í Meistaradeildinni árið 2019. Þau áttu góða sýningu og hlutu í einkunn 8,53 og eru í efsta sæti að svo stöddu. Skammt undan er Viðar Ingólfsson á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II með 8,50 í einkunn en þriðji er Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal með 8,30 í einkunn.
Í ungmennaflokknum er það Benjamín Sandur sem er á toppnum að forkeppni lokinni með 7,50 í einkunn en hann situr Muggu frá Leysingjastöðum II. Jafnar í 2-3 sæti eru Glódís Rún Sigurðardóttir á Stáassu frá Íbishóli og Gyða Sveinbjörg á Skálmöld frá Eystra-Fróðholti með 7,17 í einkunn.
T1 Meistara
| Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
| 1 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Kveikur frá Stangarlæk 1 | 8,53 |
| 2 | Viðar Ingólfsson / Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II | 8,50 |
| 3 | Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal | 8,30 |
| 4 | Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi | 8,23 |
| 5 | Ragnhildur Haraldsdóttir / Vákur frá Vatnsenda | 8,17 |
| 6 | Jakob Svavar Sigurðsson / Konsert frá Hofi | 7,93 |
| 7 | Janus Halldór Eiríksson / Blíða frá Laugarbökkum | 7,83 |
| 8 | Jakob Svavar Sigurðsson / Hálfmáni frá Steinsholti | 7,70 |
| 9-10 | Hanna Rún Ingibergsdóttir / Ísrún frá Kirkjubæ | 7,50 |
| 9-10 | Sigurður Sigurðarson / Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 | 7,50 |
| 11 | Matthías Leó Matthíasson / Taktur frá Vakurstöðum | 7,43 |
| 12 | Hinrik Bragason / Rauðhetta frá Efri-Rauðalæk | 7,37 |
| 13-14 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Glanni frá Austurási | 7,33 |
| 13-14 | Hanna Rún Ingibergsdóttir / Grímur frá Skógarási | 7,33 |
| 15-17 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. / Hending frá Eyjarhólum | 7,27 |
| 15-17 | Guðmundur Björgvinsson / Sölvi frá Auðsholtshjáleigu | 7,27 |
| 15-17 | Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ | 7,27 |
| 18-19 | Eggert Helgason / Stúfur frá Kjarri | 7,07 |
| 18-19 | Anna Björk Ólafsdóttir / Flugar frá Morastöðum | 7,07 |
| 20 | Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli | 7,00 |
| 21-23 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Selma frá Auðsholtshjáleigu | 6,93 |
| 21-23 | Sigursteinn Sumarliðason / Gifta frá Dalbæ | 6,93 |
| 21-23 | Fríða Hansen / Vargur frá Leirubakka | 6,93 |
| 24 | Hlynur Guðmundsson / Tromma frá Höfn | 6,87 |
| 25 | Þorgeir Ólafsson / Sif frá Steinsholti | 6,77 |
| 26-27 | Haukur Bjarnason / Skörungur frá Skáney | 6,73 |
| 26-27 | Anna S. Valdemarsdóttir / Natan frá Egilsá | 6,73 |
| 28-29 | Ásmundur Ernir Snorrason / Fregn frá Strandarhöfði | 6,70 |
| 28-29 | Sigurður Vignir Matthíasson / Tindur frá Eylandi | 6,70 |
| 30 | Janus Halldór Eiríksson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 | 6,63 |
| 31 | Eyrún Ýr Pálsdóttir / Vakar frá Efra-Seli | 6,47 |
| 32-33 | Fredrica Fagerlund / Stormur frá Yztafelli | 6,43 |
| 32-33 | Ásmundur Ernir Snorrason / Garún frá Þjóðólfshaga 1 | 6,43 |
| 34 | Guðjón Sigurðsson / Ólga frá Miðhjáleigu | 6,37 |
| 35 | Þorgils Kári Sigurðsson / Pandra frá Kaldbak | 6,17 |
| 36-37 | Sigursteinn Sumarliðason / Stanley frá Hlemmiskeiði 3 | 6,07 |
| 36-37 | Sigurður Rúnar Pálsson / Karítas frá Seljabrekku | 6,07 |
| 38-41 | Leó Geir Arnarson / Matthildur frá Reykjavík | 0,00 |
| 38-41 | Janus Halldór Eiríksson / Sigur frá Laugarbökkum | 0,00 |
| 38-41 | Arnar Bjarki Sigurðarson / Megas frá Seylu | 0,00 |
| 38-41 | Leó Geir Arnarson / Hástíg frá Hrafnagili | 0,00 |
T1 ungmennaflokkur
| Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
| 1 | Benjamín Sandur Ingólfsson / Mugga frá Leysingjastöðum II | 7,50 |
| 2-3 | Glódís Rún Sigurðardóttir / Stássa frá Íbishóli | 7,17 |
| 2-3 | Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti | 7,17 |
| 4 | Viktoría Eik Elvarsdóttir / Gjöf frá Sjávarborg | 7,07 |
| 5 | Hafþór Hreiðar Birgisson / Rauður frá Syðri-Löngumýri | 6,93 |
| 6-7 | Hafþór Hreiðar Birgisson / Hrafney frá Flagbjarnarholti | 6,87 |
| 6-7 | Hákon Dan Ólafsson / Ída frá Varmalæk 1 | 6,87 |
| 8-9 | Bríet Guðmundsdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum | 6,80 |
| 8-9 | Thelma Dögg Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi | 6,80 |
| 10 | Hafþór Hreiðar Birgisson / Karitas frá Langholti | 6,70 |
| 11-12 | Rúna Tómasdóttir / Sleipnir frá Árnanesi | 6,67 |
| 11-12 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Stórstjarna frá Akureyri | 6,67 |
| 13-14 | Egill Már Þórsson / Fluga frá Hrafnagili | 6,63 |
| 13-14 | Kristófer Darri Sigurðsson / Vörður frá Vestra-Fíflholti | 6,63 |
| 15 | Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri | 6,60 |
| 16 | Guðmar Freyr Magnússon / Sigursteinn frá Íbishóli | 6,47 |
| 17 | Sylvía Sól Magnúsdóttir / Reina frá Hestabrekku | 6,40 |
| 18-19 | Inga Dís Víkingsdóttir / Ósk frá Hafragili | 6,37 |
| 18-19 | Katla Sif Snorradóttir / Bálkur frá Dýrfinnustöðum | 6,37 |
| 20 | Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Laukur frá Varmalæk | 6,30 |
| 21 | Charlotte Seraina Hütter / Herdís frá Haga | 6,13 |
| 22-23 | Aron Freyr Petersen / Sif frá Skammbeinsstöðum 1 | 6,07 |
| 22-23 | Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Örvar frá Hóli | 6,07 |
| 24 | Jóhanna Guðmundsdóttir / Hamar frá Kringlu 2 | 4,67 |
| 25 | Guðmar Freyr Magnússon / Kraftur frá Steinnesi | 0,00 |
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“