Heimsmeistaramót „Ætla að koma henni í hærri dóm á yfirliti“

  • 5. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Flóka er efst í flokki 6.vetra hryssa

Í flokki sex vetra gamalla hryssa voru sýndar þrjár hryssur. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Ólga frá Lækjamóti ræktuð af Ísólfi Líndal Þórissyni og Vigdísi Gunnarsdóttur en eigandi er Stephanie Brassel. Faðir hennar er Spaði frá Stuðlum og móðir er Ísey frá Lækjamóti en sýnandi er Benjamín Sandur Ingólfsson. Ólga lækkar frá því í vor úr 8,44 í aðaleinkunn í 8,21 í aðaleinkunn þar sem mestu munar um að hún lækkar skeið úr 9,5 í 8,0.

Efst í þessum flokki að svo stöddu er Flóka Vom Sonnenhof sýnd af Jolly Schrenk en þær eru fulltrúar Þýskalands og hlutu í aðaleinkunn 8,38.

Viðtal við Benjamín má heyra hér að neðan.

 

6.vetra hryssur

Flokkur Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
6 vetra hryssur Flóka vom Sonnenhof Jolly Schrenk 8,29 8,43 8,38
6 vetra hryssur Ólga frá Lækjamóti Benjamín Sandur Ingólfsson 8,05 8,32 8,23
6 vetra hryssur Mandla från Segersgården Erlingur Erlingsson 8,13 8,02 8,06

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar