„Ætla njóta þess að fá að taka þátt“

Þórarinn Ragnarsson og Herkúles frá Vesturkoti voru kallaðir inn í landsliðshópinn í gær eftir að Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum drógu sig úr liðinu. Tíminn var því knappur en hestarnir héldu út í dag til Liege í Belgíu en þaðan verða þeir svo fluttir á mótsstað og knaparnir halda til Sviss í fyrramálið.
Viðtal við Þórarinn er í spilaranum hér fyrir neðan en Arnar Bjarki Sigurðsson hitti á kappann þar sem verið var að koma landsliðshestunum um borð í vélina fyrir útflutning.
