Háskólinn á Hólum Ætlar þú í Háskólanám á Hólum?

  • 5. júní 2024
  • Tilkynning
Í dag er síðasti dagur til að skrá sig í nám við Háskólanum á Hólum

Háskólinn á Hólum hefur fest sig í sessi sem miðstöð reiðkennslu og reiðmennsku á íslenska hestinum. Fjöldi reiðkennara og knapa hafa útskrifast frá skólanum á síðustu áratugum og flest þeirra standa í fremstu röð á hinum ýmsu sviðum í faginu. Hér fyrir ofan má horfa á kynningarmyndband á námi við Hestafræðideild.

„Námið í Hestafræðideild er fjölbreytt að viðfangi og aðferðum þar sem bókleg og verkleg kennsla er samþætt, kennslan byggist á fyrirlestrum og lestri fagefnis. Í náminu er lögð mikil áhersla á verklega þjálfun í formi einkakennslu, hópkennslu og sýnikennslu. Samhliða námsleiðinni BS í reiðmennsku og reiðkennslu er boðið upp á þá möguleika að útskrifast með diplómu að loknu einu námsári (leiðbeinendapróf) eða tveimur (tamningapróf). Jafnframt er boðið uppá meistaranám í hestafræðum við deildina þar sem áherslan er á rannsóknarnám með sterkan fræðilegan bakgrunn,“ kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti en hægt er að sækja um námið HÉR.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar