Æviskeið – frestur til að fá heiðursáskrift rennur brátt út

  • 16. september 2023
  • Tilkynning
Tilkynning frá Bjarna Þorkelssyni

Góðir vinir.

Eins og sést hefur, hef ég að undanförnu boðið fjölmörgum Fjasbókarvinum áskrift að bók minni, sem hlotið hefur nafnið Æviskeið – starfssaga Þorkels Bjarnasonar.
Bókin fer í prentun á næstunni, og fresturinn til að fá heiðursáskrift rennur brátt út. Eftir sem áður verður hægt að falast eftir bókinni, eins og fram kemur hér neðanmáls, og stefnt verður að því að koma henni til áskrifenda fyrir jól. Í almenna sölu fer bókin á næsta ári.

Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, og fyrir það þakka ég af auðmýkt. Auðvitað eru flestir þeirra sem orðnir eru áskrifendur forfallnir hestamenn, en líka eru í þeim hópi góðvinir sem bera hlýhug til mín og ekki síður föður míns, og vilja ekki láta sitt eftir liggja í stuðningi við framtakið.

Ef enn eru nokkrir sem haft gætu hug á að gerast áskrifendur, er þeim í lófa lagið að hafa samband eftir þeim leiðum sem kynntar eru hér neðanmáls.

Með bestu kveðju,
Bjarni Þorkelsson.

p.s. Áskriftin tilkynnist Bjarna Þorkelssyni (bjarnithorkels@gmail.com, s. 844 5758 eða í skilaboðum á Fjasbók).

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar