Afkastamikill Árni Björn

  • 26. ágúst 2020
  • Fréttir

Árni Björn Pálsson ásamt Jökli frá Breiðholti, hæst dæmda hrossinu sem hann sýndi á þessu ári.

Með 100 fullnaðardóma kynbótahrossa á árinu

Nú þegar kynbótasýningum þetta árið er lokið á Íslandi, er fróðlegt að rýna í tölfræði yfir það hvaða sýnendur voru afkastamestir á árinu. Það kemur líklega fáum á óvart að Árni Björn Pálsson er í nokkrum sérflokki hvað varðar fjölda sýninga á árinu, með hvorki meira né minna en 100 fullnaðardóma. Næstur honum kemur Daníel Jónsson með 65 fullnaðardóma og þriðji er Ævar Örn Guðjónsson með 52 fullnaðardóma.

Svona lítur annars topp tíu listi ársins hvað varðar fjölda fullnaðardóma út:

  1. Árni Björn Pálsson með 100 sýningar
  2. Daníel Jónsson með 65 sýningar
  3. Ævar Örn Guðjónsson með 52 sýningar
  4. Jakob Svavar Sigurðsson með 46 sýningar
  5. Helga Una Björnsdóttir með 40 sýningar
  6. Þórarinn Eymundsson með 31 sýningu
  7. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 30 sýningar
  8. Agnar Þór Magnússon með 29 sýningar
  9. Sigursteinn Sumarliðason með 29 sýningar
  10. Viðar Ingólfsson með 28 sýningar

Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar