Afmælissýning Félags tamningamanna

Félag Tamningamanna heldur uppá 50 ára afmælissýningu félagsins laugardaginn 2. desember í reiðhöllinni í Víðidal.
„Þetta er stórviðburður í sögu félagsins ! Fram koma forkólfar félagsins frá upphafi ásamt öðrum góðum félagsmönnum. Ýmist með sýnikennslur og sögu um gang hestamennskunnar á þessum 50 ára ferli. Þetta er viðburður sem enginn hestaáhugamaður á að láta fram hjá sér fara. Takið frá daginn, hann mun verða sögulegur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
