Ágiskunarleikur Eiðfaxa – Miði á Stóðhestaveisluna í verðlaun!

  • 27. febrúar 2020
  • Fréttir

Nú er komið að því að giska á það hvaða knapar raða sér í efstu sæti í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fer í kvöld.

Allir geta tekið þátt með því að  skrifa í kommenta-kerfið á facebook hverjir þau telja að ríði til úrslita í fimmgangi og hver standi uppi sem sigurvegari. Í boði fyrir hverja grein verða verðlaun fyrir þann sem hlutskarpastur er.

Einungis á að giska á sex efstu knapa.

Að þessu sinni eru verðlaunin ekki af verri endanum. Sá sem flest stig hlýtur einn miða á Stóðhestaveisluna sem fram fer í Samskipahöllinni þann 4.apríl

Stóðhestaveislan hefur verið einn vinsælasti innanhússviðburður hrossaræktarinnar á Íslandi, en hverjum miða fylgir stórglæsileg stóðhestabók!

Ráslistan í fimmgangi má nálgast hér

Reglurnar eru einfaldar.

15 stig fást fyrir að vera með réttan sigurvegara
10 stig fást fyrir að vera með par í rétttu sæti
5 stig fást fyrir að vera með rétt par í úrslitum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<