Agnar og Julian unnu fimmganginn

  • 12. mars 2023
  • Fréttir
Spennandi keppni í Líflandsdeild Léttis

Í Líflandsdeild Léttis var mikið af sterkum pörum og spennandi keppni þar sem voru breytingar á efstu sætum í úrslitum!

Í 2 flokk í fimmgangi F2 voru úrslit eftirfarandi:
1. Julian Juraschek og Signý frá Árbæjarhjáleigu II með 5.88
2. Annika Rut Arnarsdóttir og Hraunar frá Herríðarhóli með 5.73
3. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Rösk frá Akureyri með 5.35
4. Þórdís Þórisdóttir og Dís frá Kambi með 5.28
5. Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Már frá Dalvík með 5.19
6. Teresa Evertsdóttir og Sóldís frá Sælukoti með 5.02

Í 1 flokk í fimmgangi F1 var hörð og öflug keppni og gaman að því að allir voru með hest úr sinni eigin ræktun!  Agnar Þór Magnússon vann á ungri heimaræktaðri hryssu með frábærum árangri.

Úrslit í F1 fóru eftirfarandi:
1. Agnar Þór Magnússon og Fjóla frá Garðshorni á Þelamörk með 7.09
2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Eik frá Efri-Rauðalæk með 6.09
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Nál frá Lækjamóti2 með 6.73
4. Vignir Sigurðsson og Stillir frá Litlu- Brekku með 6.66
5. Birna Tryggvadóttir og Vinkona frá Garðshorni á Þelamörk með 6.43
6. Atli Sigfússon og Kólga frá Akureyri með 5.92

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar