Agnar Snorri kynbótaknapi ársins í Danmörku

Agnar Snorri og Kolgrímur Grímsson. Ljósmynd: Bert Collet
Agnar Snorri Stefánsson var um síðustu helgi útnefndur kynbótaknapi ársins í Danmörku. Agnar er enginn nýgræðingur þegar kemur að sýningum kynbótahrossa því hann hefur sýnt um 828 sýningar í fullnaðardómi.
Reglur um kynbótaknapa ársins í Danmörku eru á þá leið að til að hljóta tilnefningu þarf knapi að minnsta kosti að hafa sýnt 20 hross í fullnaðardómi og svo er reiknað meðaltal af 5 hæst dæmdu hrossunum. Þá er einnig tekið tillit til meðalaldurs sýndra hrossa og að auki þarf knapinn að sýna háttvísi og kurteisi og vera fyrirmynd annara knapa í framkomu.
Agnar sýndi í ár 59 hross og þar af 47 í fullnaðardómi. Hrossin sýndi hann í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Sá hestur sem hæstan dóm hlaut hjá Agnari í ár var Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn sem stóð m.a. efstur í elsta flokki stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Hollandi.
Þau 5 hross sem hæsta aðaleinkunn fengu sýnd af Agnari miðað við hæsta dóm.
Nafn | Uppruni í þgf. | Aðaleinkunn ▴ |
Kolgrímur Grímsson | Gunvarbyn | 8,71 |
Hagalín | Engholm | 8,41 |
Vaka | Gavnholt | 8,27 |
Benedikta | Lipperthof | 8,26 |
Spes | Lipperthof | 8,24 |
