Áhugamannadeild Norðurlands
									  
																	Um er að ræða liðakeppni sem verður opin fyrir áhugafólk á Norður- og Austurlandi.
Keppt verður í tveimur styrkleikaflokkum, minna vanir og meira vanir. Áætlað er að í hverju liði verði sex knapar, þrír minna vanir og þrír meira vanir áhugamenn. Keppnin fer fram í reiðhöll Léttis á Akureyri og í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og er áætlað að keppnisdagar verði þrír í vetur.
„Nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag verða kynntar á næstunni. Með von um jákvæð viðbrögð og skemmtilegan keppnisvetur,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdanefnd Áhugamannadeildar Norðurlands.
						
                 
            
                 
            
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                    
                 
            
                 
            
                 
            
                 
            
                        
                
                        
                
                                        	
                                                                     
                                Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun LH