Alþjóðlegur stöðulisti í fimmgangi F1

  • 8. desember 2024
  • Fréttir

Pierre Sandsten Hoyos á Goðasteini frá Haukagili í Hvítarsíðu

Áhugaverðir alþjóðlegir stöðulistar

Á heimasíðu Feif er að finna alþjóðlegan stöðulista ársins í ár byggða á einkunnagjöf í forkeppni alþjóðlegum mótum (WR). Þar eru tvær hæstu einkunnir knapa og hests lagðar saman og meðaltal þeirra raðar þeim niður á stöðulista.

Á næsta ári er framundan Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss og því áhugavert að skoða þessa stöðulista sem gefa fyrirheit um það hvers er að vænta á því móti. Ljóst er þó að við eigum ekki von á því að sjá öll þessi pör á því móti auk þess að fleiri knapar munu leggja meiri metnað og orku í næsta keppnistímabil með heimsmeistaramótið í huga. Lítum á stöðuna í fimmgangi.

Fimmgangur

Í fimmgangi (F1) er það Pierre Sandsten Hoyos sem efstur er á stöðulistanum á Goðasteini frá Haukagili í Hvítarsíðu. Önnur á listanum er Lisa Schrüger á Byr frá Strandarhjáleigu og í því þriðja er Piet Hoyos á Brynjari frá Bakkakoti. Norðurlandameistarinn í þessari grein frá því í sumar Nils Christian-Larsen á Gusti vom Kronshof er fjórði á listanum. Eini Íslendingurinn sem kemst á þennan lista er Íslandsmeistarinn Hans Þór Hilmarsson á Ölri frá Reykjavöllum og sitja þeir í fimmta sæti.

Líklegt verður að teljast að allir þessir knapar setji stefnuna á heimsmeistaramót, hvort það verður með þessa hesta eða einhverja aðra mun koma í ljós. Hans Þór Hilmarsson er í landsliðshópi Íslands og spurning hvort hann stefni með Öl á HM. Ríkjandi heimsmeistari í greininni er Sara Sigurbjörnsdóttir á Flóka frá Oddhóli. Flóki er nú í Þýskalandi og keppti þar ásamt nýjum knapa í sumar.

F1
# Knapi Hestur Einkunn
1 Pierre Sandsten Hoyos Goðasteinn frá Haukagili í Hvítarsíðu 7,50
2 Lisa Schrüger Byr frá Strandarhjáleigu 7,485
3 Piet Hoyos Brynjar frá Bakkakoti 7,40
4 Nils Christian-Larsen Gustur vom Kronshof 7,35
5 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum 7,315

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar