Kynbótasýningar Alda í 9,00 fyrir hæfileika

  • 27. maí 2025
  • Fréttir
Síðasti dagurinn á vorsýningu á Rangárbökkum dagana 26. til 28. maí.

Rétt í þessu var Alda frá Sumarliðabæ 2 að fara í 9,00 fyrir hæfileika. Hlaut hún m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, fegurð í reið og fet.

Alda hlaut fyrir sköpulag 8,16 og í aðaleinkunn 8,71. Það var Þorgeir Ólafsson sem sýndi Öldu en ræktendur eru þau Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir og eigandi er Svarthöfði-Hrossarækt ehf.

Alda er undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og Stáladótturinni Bylgju frá Einhamri 2.

IS2020281513 Alda frá Sumarliðabæ 2
Örmerki: 352098100088756
Litur: 75000 Móálóttur
Ræktandi: Birgir Már Ragnarsson, Silja Hrund Júlíusdóttir
Eigandi: Svarthöfði-Hrossarækt ehf.
F.: IS2009187660 Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum
Ff.: IS1994158700 Keilir frá Miðsitju
Fm.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi
M.: IS2008235060 Bylgja frá Einhamri 2
Mf.: IS1998187002 Stáli frá Kjarri
Mm.: IS1997237500 Gusta frá Litla-Kambi
Mál (cm): 141 – 131 – 136 – 64 – 143 – 37 – 50 – 45 – 6,5 – 28,5 – 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 – V.a.: 7,6
Sköpulag: 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 7,0 – 8,5 – 8,5 – 7,0 = 8,16
Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,0 = 9,00
Hægt tölt: 9,0

Aðaleinkunn: 8,71
Hæfileikar án skeiðs: 9,00
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,71
Sýnandi: Þorgeir Ólafsson
Þjálfari:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar