Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Alendis mun sýna frá Meistaradeildinni

  • 22. nóvember 2022
  • Fréttir

Sigurbjörn Eiríksson framkvæmdastjóri Meistaradeildar Líflands og Hrefna María Ómarsdóttir framkvæmdastjóri Alendis undirritaðu samninginn í dag á Logos Lögmannsstofu.

Alendis og Meistaradeild Líflands hafa samið um sýningarrétt og framleiðslu 2023

Streymisveitan og framleiðslufyrirtækið Alendis og Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hafa undirritað samstarfssamning um útsendingarrétt og framleiðslu á streymis – og sjónvarpsefnis frá Meistaradeild Líflands veturinn 2023. Alendis mun taka upp deildina ásamt því að sýna beint frá henni á Alendis í vetur. Meistaradeild Líflands verður streymt á 3 tungumálum, íslensku, þýsku og ensku. Öll þáttagerð í kringum deildina verður einnig í höndum Alendis. Mótin verða alls sex talsins, fimm fara fram á Ingólfshvoli og skeiðmótið fer fram á Brávöllum Selfossi.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar