Kynbótasýningar halda áfram – Álfaklettur og Viðar í risadóma

  • 10. júní 2020
  • Fréttir
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble
Valdís frá Auðsholtshjáleigu fékk 10,0 fyrir höfuð.

Kynbótadómum er nú lokið í dag á öllum þremur sýningarstöðunum, Í Hafnarfirði, á Gaddstaðaflötum og á Hólum í Hjaltadal.

Það sem hæst ber eftir sýningar dagsins eru tveir stjörnudómar, annars vegar hjá Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum á kynbótasýningu í Hafnarfirði og hins vegar hjá Viðari frá Skör á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum. Álfaklettur hlaut magnaða aðaleinkunn upp á 8,89 og Viðar fylgir honum skammt á eftir með 8,84.

IS2013187660 Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum
Örmerki: 352098100053135
Litur: 7500 Móálóttur, mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Olil Amble
Eigandi: Olil Amble
F.: IS1998187002 Stáli frá Kjarri
Ff.: IS1990157003 Galsi frá Sauðárkróki
Fm.: IS1991286414 Jónína frá Hala
M.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi
Mf.: IS1979125040 Adam frá Meðalfelli
Mm.: IS1990236512 Grýla frá Stangarholti
Mál (cm): 145 – 137 – 139 – 61 – 142 – 38 – 48 – 44 – 6,4 – 29,5 – 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,5 – V.a.: 7,9
Sköpulag: 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,5 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,5 = 8,82
Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 8,0 = 8,93
Hægt tölt: 9,0
Aðaleinkunn: 8,89
Hæfileikar án skeiðs: 8,92
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,88
Sýnandi: Olil Amble

IS2014101486 Viðar frá Skör
Örmerki: 352206000096660
Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt
Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson
Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen
F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II
Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu
Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri
M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu
Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju
Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu
Mál (cm): 147 – 136 – 140 – 65 – 147 – 39 – 48 – 44 – 6,5 – 31,0 – 19,5
Hófa mál: V.fr.: 8,4 – V.a.: 7,5
Sköpulag: 8,0 – 8,5 – 9,0 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,0 = 8,76
Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 9,0 = 8,88
Hægt tölt: 8,5
Aðaleinkunn: 8,84
Hæfileikar án skeiðs: 9,05
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,94
Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir

 

Auk þess litu þrjár tíur dagsins ljós í dag og má til gamans geta að þær tengjast allar ræktunarbúinu Skipaskaga. Stóðhestarnir Djákni og Eldjárn frá Skipaskaga hlutu báðir 10,0 fyrir prúðleika og að auki hlaut fjögurra vetra hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu sem er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu 10,0 fyrir höfuð og er það fyrsta 10,0 sem gefin er fyrir höfuð.

Dómum verður fram haldið á morgun á öllum þremur stöðum og mun Eiðfaxi fylgjast með gangi mála, auk þess að taka upp forsýningar allra kynbótahrossa.

Vald

Valdís frá Auðsholtshjáleigu fékk 10,0 fyrir höfuð. mynd/Kristbjörg Eyvindsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar