„Allir staðráðnir í að gera mótið sem glæsilegast“

Heimsmeistaramótið hófst formlega í dag með sýningu kynbótahrossa og keppni í gæðingaskeiði. Mótshaldarar hafa staðið í stórræðum við það að undirbúa svæðið og lagt allt í sölurnar til að gera það sem glæsilegast.
Framkvæmdastjóri mótsins Roman Spieler tók Arnar Bjarka með sér í sýningatúr um svæðið, talaði um væntingar um mætingu, undirbúninginn og ýmislegt fleira.
Sjón er sögu ríkari og við mælum með túr um svæðið með Roman og Arnari Bjarka hér í myndbandinu að neðan.