Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins
1. maí er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. FEIF og Horses of Iceland hvetja fólk um allann heim til þess að eyða tíma og búa til minningar í dag með íslenska hestinum. Hvetja þau alla til að deila því á samfélagsmiðlum og nota #dayoftheicelandichorse og tagga @horsesoficeland og @feif til að hægt sé að endurbirta sögurnar ykkar.
Á vefsíðu Horses of Iceland eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur haldið upp á daginn hvort sem þú átt íslenska hesta eða ekki.
Hestamannafélög víða um land fagna deginum með því að bjóða gestum og gangandi í heimsókn til að hitta og fræðast um hesta og hestamennsku. Kynnið ykkur endilega hvað er um að vera í ykkar hestamannafélagi.