Alþjóðlegur stöðulisti í fjórgangi V1

  • 8. desember 2024
  • Fréttir

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Assa frá Miðhúsum

Áhugaverðir alþjóðlegir stöðulistar

Á heimasíðu Feif er að finna alþjóðlegan stöðulista ársins í ár byggða á einkunnagjöf í forkeppni alþjóðlegum mótum (WR). Þar eru tvær hæstu einkunnir knapa og hests lagðar saman og meðaltal þeirra raðar þeim niður á stöðulista.

Á næsta ári er framundan Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss og því áhugavert að skoða þessa stöðulista sem gefa fyrirheit um það hvers er að vænta á því móti. Ljóst er þó að við eigum ekki von á því að sjá öll þessi pör á því móti auk þess að fleiri knapar munu leggja meiri metnað og orku í næsta keppnistímabil með heimsmeistaramótið í huga. Næst lítum við á stöðuna í fjórgangi.

Fjórgangur V1

Í fjórgangi (V1) er efstur á stöðulista Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum, í öðru sæti er Jóhann R. Skúlason á Evert frá Slippen og í því þriðja er Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi. Jafnir í þriðja til sjötta sæti eru þeir Dennis Hedebo Johansen á Muna fra Bendstrup, Teitur Árnason á Aroni frá Þóreyjarnúpi og Þorgeir Ólafsson á Auðlind frá Þjórsárbakka.

Þeir Gústaf Ásgeir, Teitur Árnason og Þorgeir Ólafsson eru allir í landsliðshópi Íslands. Jóhann R. Skúlason er ekki í þeim hópi. Þau Christina og Dennis setja eflaust stefnuna á HM.

Ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi er Frauka Schenzel en hún er ofarlega á stöðulista í fjórgangi á Lýdíu frá Eystri-Hól en Jódís vom Kronshof, sem hún reið til sigurs á síðasta HM er kominn í ræktun.

V1
# Knapi Hestur Einkunn
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,70
2 Jóhann R. Skúlason Evert frá Slippen 7,68
3 Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi 7,65
4 Dennis Hedebo Johansen Muni fra Bendstrup 7,65
5 Teitur Árnason Aron frá Þóreyjarnúpi 7,65
6 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 7,65

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar