Aníta Ýr Atladóttir hlaut Morgunblaðskeifuna 2023

  • 24. apríl 2023
  • Fréttir

Skeifudagurinn 2023 - Ljósmynd Vibeke Thoresen

Skeifudagurinn á Hvanneyri var á sumardaginn fyrsta

Dagurinn hófst að venju á fánareið og setti Helgi Eyleifur Þorvaldsson daginn með ávarpi. Nemendur hestafræði sýndu munstursreið áður en nemendur í búfræði sýndu afraksturs vetrarins með tamningatrippi sín undir lýsingu reiðkennara síns Guðbjartur Þór Stefánsson. Þá komu mæðgurnar Guðrún Fjeldsted og Þórdís Fjeldsted og tóku gæðinga sína til kostanna. Þá riðu nemendur A og B úrslit í Gunnarsbikarnum og hélt Sigríður Bjarnadóttir brautarstjóri hestafræðibrautar erindi áður en veitt voru verðlaun.

Morgunblaðsskeifan

Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Morgunblaðsskeifan nú er veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frumtamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III.

Benedikt Líndal, Skeifuhafi 1973 veitti Skeifuna í ár.

Aníta Ýr Atladóttir
Nadine Stehle
Lára Þorsteinsdóttir Roelfs
Stefán Berg Ragnarsson
Sólveig S. Sæmundsdóttir

Gunnarsbikar

Gunnarsbikarinn sem hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Úrslit voru þessi:

Stefán Berg Ragnarsson
Hanna Valdís Kristinnsdóttir
Lára Þorsteinsdóttir Roelfs
Aníta Ýr Atladótti
Íris Sveinbjörnsdóttir

Eiðfaxabikarinn

Eiðfaxabikarinn hefur verið veittur síðan 1978. Hann er veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga og hlaut hann í ár Nadine Stehle

Ásetuverðlaun FT

Félag tamningamanna hefur veitt ásetuverðlaun frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum. Þau hlaut Nadine Stehle

Framfarabikar Reynis

Verðlaunin hafa verið veitt síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku II, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar. Verðlaunin í ár hlaut Stefán Berg Ragnarsson.

„Við óskum öllum innilega til hamingju með daginn og þökkum kærlega fyrir veturinn,“

www.lbhi.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar