Anne Stine og Hæmir með bestan árangur í fjórgangi í ár

  • 15. desember 2025
  • Fréttir

Anne Sting og Hæmir fra Hyldsbæk. Ljósmynd: Henk & Patty

Jakob Svavar og Skarpur efstir Íslendinga

Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar. Á heimasíðu FEIF er aðgengilegur stöðulisti ársins sem byggir á WR mótum og er þá meðaltal tveggja hæstu einkunna knapa og hests lagðar saman í eina einkunn.

Í fjórgangi er það Anne Stine Haugen á Hæmi fra Hyldsbæk sem situr í efsta sæti listans en þau urðu einnig heimsmeistarar í þessari grein á árinu. Í öðru sæti er landa hennar Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi. Í þriðja sæti og efstur íslendinga er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti.

Lista yfir 20 efstu pör ársins í fjórgangi má skoða hér fyrir neðan.

#   Knapi og hestur Einkunn  
1   Anne Stine Haugen
Hæmir fra Hyldsbæk
8.035  
2   Christina Lund
Lukku-Blesi frá Selfossi
7.900  
3   Jakob Svavar Sigurðsson
Skarpur frá Kýrholti
7.870  
4   Jóhann R. Skúlason
Evert fra Slippen
7.735  
5   Josefin Þorgeirsson
Galsi vom Maischeiderland
7.730  
6   Ásmundur Ernir Snorrason
Hlökk frá Strandarhöfði
7.700  
7   Lisa Schürger
Kjalar frá Strandarhjáleigu
7.680  
7   Nils Christian Larsen
Baltasar frá Sunnuholti
7.680  
9   Jolly Schrenk
Aris von den Ruhrhöhen
7.670  
10   Dennis Hedebo Johansen
Muni fra Bendstrup
7.650  
10   Frederikke Stougård
Austri frá Úlfsstöðum
7.650  
12   Oliver Egli
Bárður frá Melabergi
7.620  
13   Lena Maxheimer
Tvistur frá Kjarna
7.600  
14   Lilja Thordarson
Hjúpur frá Herríðarhóli
7.570  
15   Árni Björn Pálsson
Kriki frá Krika
7.565  
16   Iben Katrine Andersen
Gideon fra Tømmerby Kær
7.515  
17   Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Hulinn frá Breiðstöðum
7.485  
17   Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
Flaumur frá Fákshólum
7.485  
17   Katie Sundin Brumpton
Depill från Fögruhlíð
7.485  
20   Gerrit Sager
Kolbeinn frá Horni I
7.480  

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar