Anne Stine og Hæmir með bestan árangur í fjórgangi í ár
Anne Sting og Hæmir fra Hyldsbæk. Ljósmynd: Henk & Patty
Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar. Á heimasíðu FEIF er aðgengilegur stöðulisti ársins sem byggir á WR mótum og er þá meðaltal tveggja hæstu einkunna knapa og hests lagðar saman í eina einkunn.
Í fjórgangi er það Anne Stine Haugen á Hæmi fra Hyldsbæk sem situr í efsta sæti listans en þau urðu einnig heimsmeistarar í þessari grein á árinu. Í öðru sæti er landa hennar Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi. Í þriðja sæti og efstur íslendinga er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti.
Lista yfir 20 efstu pör ársins í fjórgangi má skoða hér fyrir neðan.
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“