Árbók Eiðfaxa 2020 – Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

  • 9. janúar 2021
  • Fréttir
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble. Mynd: aðsend

Árbók Eiðfaxa 2020 kemur út í næstu viku, stútfull af fróðlegum og skemmtilegum umfjöllunum. Meðal efnis í Árbókinni er yfirferð á kynbótaárinu og er m.a. farið yfir tíu efstu hryssur og stóðhesta í öllum aldursflokkum. Auk þess eru viðtöl við ræktendur allra efstu hrossa í hverjum flokki.

Stóðhesturinn Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum átti frábært ár, fékk hæstu einkunn í flokki stóðhesta sjö vetra og eldri og var aðeins einni kommu frá því að jafna heimsmet yfir hæsta einstaklingsdóm allra tíma. Olil Amble er rætandi hans og eigandi og aðspurð um það hvað réði því vali að leiða hina mögnuðu kynbótahryssu Álfadísi frá Selfossi undir Stála frá Kjarri, sagði hún: „Fyrir mér var það minningin um föður Stála, Galsa frá Sauðárkróki, sem sannfærði mig um að halda undir Stála, það skemmir aldrei fyrir að hafa ræktunina hans Sveins á Króknum fyrir aftan. Galsi var óvenjulega flinkur strax fjögurra vetra gamall. Geðgóður, vinnufús, hálsfallegur og flugvakur. Það sem ég hins vegar setti fyrir mig við hann var það að hann hefði mátt vera hágengari. Ég beið því eftir syni hans sem hefði meiri fótaburð og það er Stáli. Eftir töluverðar vangaveltur varð þetta niðurstaða hjá okkur Bergi að nota hann á Álfadís.“

Við munum halda áfram næstu daga að kynna meira efni úr Árbókinni, enda af nægu að taka. Gera má ráð fyrir að Árbókin komi inn um bréfalúgur áskrifenda í lok næstu viku og verður hún í framhaldinu einnig fáanleg í öllum helstu hestavöruverslunum. Ekki missa af Árbók Eiðfaxa!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<