Árbók Eiðfaxa 2020 – Keppnishestabú ársins

  • 10. janúar 2021
  • Fréttir
KristinnMarjolijn

Kristinn Guðnason og Marjolijn Tiepen. Mynd: Aðsend

Árbók Eiðfaxa 2020 kemur út í næstu viku, stútfull af fróðlegum og skemmtilegum umfjöllunum. Meðal efnis í Árbókinni er viðtal við þau Kristinn Guðnason og Marjolijn Tiepen í Árbæjarhjáleigu 2, en Árbæjarhjáleiga var útnefnd Keppnishestabú ársins 2020.

Í viðtalinu fara þau Kristinn og Marjolijn yfir ræktunarsögu búsins sem spannar tæpa þrjá áratugi og eru m.a. spurð um það hvort öll hross úr þeirra ræktun séu föl: „Nei, alls ekki“ segja þau einum rómi. „Það eru viss hross sem eru einfaldlega ekki föl hjá okkur. Jarl er til dæmis eitt þessara hrossa eins og Vígar frá Skarði sem var einn af okkar farsælustu hestum og var aðal keppnishestur hennar Rakelar um langa hríð en Hekla keppti einnig á honum með góðum árangri, hann var aldrei gefinn falur. Það eru ákveðnir hestar sem verða sem hluti af fjölskyldunni og slík hross verða ekki seld.“ 

Við munum halda áfram næstu daga að kynna meira efni úr Árbókinni, enda af nægu að taka. Gera má ráð fyrir að Árbókin komi inn um bréfalúgur áskrifenda í lok næstu viku og verður hún í framhaldinu einnig fáanleg í öllum helstu hestavöruverslunum. Ekki missa af Árbók Eiðfaxa!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<