Árbók Eiðfaxa 2020 – viðtöl við framtíðarknapa

  • 11. janúar 2021
  • Fréttir

Elva Rún Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi. Mynd: Eiðfaxi

Árbók Eiðfaxa 2020 kemur út nú í vikunni, stútfull af fróðlegum og skemmtilegum umfjöllunum um nýliðið keppnis- og kynbótaár.

Meðal efnis í Árbókinni eru viðtöl við alla Íslandsmeistara barna og unglinga árið 2020. Einn af þessum efnilegu knöpum er Elva Rún Jónsdóttir sem varð Íslandsmeistari í tölti barna á Roða frá Margrétarhofi. Þrátt fyrir ungan aldur er Elva með skýr markmið fyrir framtíðina aðspurð um það: „Framtíðarmarkmiðið er að sigra á Landsmóti, helst strax árið 2022 og svo langar mig líka mikið til að standa efst á Heimsmeistaramóti einhvern tímann. Það er það sem ég stefni á.“

Við munum halda áfram næstu daga að kynna meira efni úr Árbókinni, enda af nægu að taka. Gera má ráð fyrir að Árbókin komi inn um bréfalúgur áskrifenda í lok vikunnar og verður hún í framhaldinu einnig fáanleg í öllum helstu hestavöruverslunum. Ekki missa af Árbók Eiðfaxa!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<