Arney hæst dæmda hryssa í heimi
Baráttan um metin hélt áfram í dag þegar yfirlit fór fram í Spretti og á Hólum. Arney frá Ytra-Álandi hækkaði bæði einkunn sína fyrir skeið og samstarfsvilja. Endaði með 9,28 fyrir hæfileika og 8,98 í aðaleinkunn sem er hæsta einkunn sem hryssa hefur hlotið frá upphafi. Þetta er líka þriðja hæsta aðaleinkunn sem hross hefur hlotið en hærri eru þeir Viðar frá Skör (9.04) og Sindri frá Hjarðartúni (8.99).
Arney er með glæsilegan dóm, 10 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið – ekki nema fimm vetra. Arney var sýnd af Agnari Þór Magnússyni en er ræktuðu af Úlfhildi Ídu Helgadóttur og í eigu hennar og Ragnars Skúlasonar.
Það verður gaman að sjá þessar stjörnur sem hafa verið að koma fram á kynbótasýningum á Landsmóti en rúmar tvær vikur er í að mót hefjist.
IS2019267150 Arney frá Ytra-Álandi
Örmerki: 352206000126841
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Úlfhildur Ída Helgadóttir
Eigandi: Ragnar Skúlason, Úlfhildur Ída Helgadóttir
F.: IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Ff.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
Fm.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
M.: IS2008281828 Erla frá Skák
Mf.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Mm.: IS2000265221 Nína frá Búlandi
Mál (cm): 144 – 131 – 137 – 65 – 142 – 37 – 50 – 44 – 6,5 – 27,5 – 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,8 – V.a.: 8,6
Sköpulag: 9,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,42
Hæfileikar: 9,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 – 8,5 – 10,0 – 9,5 – 8,0 = 9,28
Hægt tölt: 8,5
Aðaleinkunn: 8,98
Hæfileikar án skeiðs: 9,33
Aðaleinkunn án skeiðs: 9,01
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Þjálfari: Agnar Þór Magnússon