Kynbótasýningar Arney jafnar met Lukku

  • 11. júní 2024
  • Fréttir

Arney frá Ytra-Álandi, sýnandi Agnar Þór Magnússon. Mynd: Kolla Gr.

Arney frá Ytra-Álandi hlaut 8,89 í aðaleinkunn á Hólum í dag.

Það streyma gæðingar í braut á kynbótasýningunum. Í dag var hún Arney frá Ytra-Álandi sýnd en það muna eflaust einhverjir eftir henni. Hún stóð efst fjögurra vetra hryssna í fyrra þegar hún hlaut 8,62 í aðaleinkunn og setti þar með heimsmet sem hæst dæmda fjögurra vetra hryssan frá upphafi.

Í dag setti hún nýtt heimsmet sem hæst dæmda fimm vetra hryssan frá upphafi og jafnar sextán ára gamalt met Lukku frá Stóra-Vatnsskarði sem hæst dæmda hryssa frá upphafi.

Hlaut Arney fyrir hæfileika 9,15 og fyrir sköpulag 8,42. Það var Agnar Þór Magnússon sem sýndi hryssuna. Hlaut Arney m.a. 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Arney er undan Ský frá Skálakoti og Álfsdótturinni, Erlu frá Skák. Ræktandi er Úlfhildur Ída Helgadóttir en hún er einnig eigandi ásamt Ragnari Skúlasyni.

IS2019267150 Arney frá Ytra-Álandi
Örmerki: 352206000126841
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Úlfhildur Ída Helgadóttir
Eigandi: Ragnar Skúlason, Úlfhildur Ída Helgadóttir
F.: IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Ff.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
Fm.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
M.: IS2008281828 Erla frá Skák
Mf.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Mm.: IS2000265221 Nína frá Búlandi
Mál (cm): 144 – 131 – 137 – 65 – 142 – 37 – 50 – 44 – 6,5 – 27,5 – 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,8 – V.a.: 8,6
Sköpulag: 9,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,42
Hæfileikar: 9,59,5 – 8,5 – 9,5 – 8,5 – 9,59,5 – 8,0 = 9,15
Hægt tölt: 8,5

Aðaleinkunn: 8,89
Hæfileikar án skeiðs: 9,26
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,97
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Þjálfari: Agnar Þór Magnússon

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar