Meistaradeild KS í hestaíþróttum Arnhildur kom, sá og sigraði

  • 25. apríl 2025
  • Fréttir
Keppni í slaktaumatölti í KS deildinni fór fram í kvöld á Sauðárkróki.

Það voru fjórir villikettir skráðir til leiks og riðu þeir allir til úrslita. Arnhildur Helgadóttir bar sigur úr býtum á Frosta frá Hjarðartúni en þau sigruðu með 8,50 í einkunn. Arnhildur var villiköttur fyrir lið Uppsteypu.

Jón Ársæll Bergmann endaði annar á Díönu frá Bakkakoti með 8,33 í einkunn og í þriðja sæti varð Hanne Oustad Smidesang á Tóni frá Hjarðartúni með 8,17 í einkunn.

Katla Sif Snorradóttir er enn efst í einstaklingskeppninni og er lið StormRider orðið efst í liðakeppninni en á morgun verður skeiðmót deildarinnar þar sem knapar keppa í 150 m. og gæðingaskeiði.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitum en heildar niðurstöður eru á HorseDay appinu.

A úrslit
1. Arnhildur Helgadóttir & Frosti frá Hjarðartúni – 8,50
2. Jón Ársæll Bergmann & Díana frá Bakkakoti – 8,33
3. Hanne Oustad Smidesang & Tónn frá Hjarðartúni – 8,17
4. Þórarinn Ragnarsson & Valkyrja frá Gunnarsstöðum – 7,75
5. Birgitta Bjarnadóttir & Skorri frá Skriðulandi – 7,38

B úrslit
6. Egill Már Þórsson & Hryggur frá Hryggstekk – 7,25
7. Guðmar Freyr Magnússon & Tvífari frá Varmalæk – 7,13
8. Finnbogi Bjarnason & Einir frá Enni – 7,08
9. Vignir Sigurðsson & Hátíð frá Garðsá – 6,83
10. Elvar Einarsson & Muni frá Syðra-Skörðugili – 5,54

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar