Íslandsmót Árni Björn efstur í töltinu

  • 26. júlí 2024
  • Fréttir

Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum eftir sýningu sína í kvöld Mynd: Gunnhildur Ýrr

Niðurstöður úr forkeppni frá Íslandsmóti fullorðna og ungmenna.

Íslandsmótinu lauk í dag á tölti í meistaraflokki og var brostin á svarta þoka þegar síðustu töltarar riðu í braut. Það virtist þó ekki hafa áhrif á marga en margar glæsilegar sýningar voru í kvöld.

Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum eru efst með 8,87 í einkunn. Rétt á eftir er Landsmótssigurvegarinn Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti með 8,77 í einkunn og þriðji Páll Bragi Hólmarsson á Vísi frá Kagðarhóli með 8,67 í einkunn.

Á morgun fer fram keppni í gæðingaskeiði og síðan verður farið í B úrslitin.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum 8,87
2 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 8,77
3 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 8,67
4 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 8,63
5 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 8,43
6 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum 8,33
7-8 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 8,30
7-8 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ 8,30
9 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum 8,20
10 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 8,13
11-12 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 8,07
11-12 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 8,07
13-14 Bjarni Jónasson Dís frá Ytra-Vallholti 8,00
13-14 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 8,00
15 Þorgeir Ólafsson Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 7,93
16 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum 7,80
17 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,77
18-19 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum 7,70
18-19 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 7,70
20 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,63
21 Hjörtur Ingi Magnússon Viðar frá Skeiðvöllum 7,50
22 Viðar Ingólfsson Sjafnar frá Skipaskaga 7,37
23 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Fenrir frá Kvistum 7,23
24 Haukur Tryggvason Hríma frá Kerhóli 7,20
25 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti 7,17
26 Haukur Tryggvason Hrafney frá Hvoli 7,10

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar