Árni Björn hlaut hæstu einkunn ársins á Íslandi í tölti

  • 1. nóvember 2024
  • Fréttir
Stöðulisti í T1

Nú er öllum mótum lokið á Íslandi og því vert að kíkja á stöðulista ársins og hverjir hafa náð hæstu einkunnum í hringvallargreinum eða verið fljótastir í skeiðgreinum hér á landi. Stöðulistar miða alltaf við einkunn í forkeppni. Hér fyrir neðan má sjá efstu knapa í tölti (T1) í fullorðinsflokki.

Árni Björn Pálsson hlaut hæstu einkunn ársins hér á landi á Kastaníu frá Kvistum en þau hlutu 8,87 í einkunn á Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Næst efstur á stöðulistanum er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti með 8,77 í einkunn á Íslandsmótinu og með þriðju hæstu einkunn ársins er Páll Bragi Hólmarsson á Vísi frá Kagaðarhóli með 8,67 í einkunn.

Stöðulistinn er birtur með fyrirvara um það að allir mótshaldarar hafa skilað inn niðurstöðum frá sínum mótum.

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Árni Björn Pálsson IS2015281962 Kastanía frá Kvistum 8,87 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
2 Jakob Svavar Sigurðsson IS2015158431 Skarpur frá Kýrholti 8,77 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
3 Páll Bragi Hólmarsson IS2013156386 Vísir frá Kagaðarhóli 8,67 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
4 Flosi Ólafsson IS2017136937 Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 8,63 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
5 Teitur Árnason IS2013181975 Fjalar frá Vakurstöðum 8,47 IS2024LM0211 – Landsmót hestamanna (WR)
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson IS2014265560 Assa frá Miðhúsum 8,43 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
7 Mette Mannseth IS2015158162 Hannibal frá Þúfum 8,37 IS2024LM0211 – Landsmót hestamanna (WR)
8 Viðar Ingólfsson IS2015158097 Vigri frá Bæ 8,30 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
9 Ragnhildur Haraldsdóttir IS2013125163 Úlfur frá Mosfellsbæ 8,30 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
10 Teitur Árnason IS2015281975 Dússý frá Vakurstöðum 8,20 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
11 Arnhildur Helgadóttir IS2016284870 Vala frá Hjarðartúni 8,13 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
12 Kristín Lárusdóttir IS2014287320 Strípa frá Laugardælum 8,10 IS2024LM0211 – Landsmót hestamanna (WR)
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir IS2014181964 Kormákur frá Kvistum 8,07 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
14 Helga Una Björnsdóttir IS2014265004 Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 8,07 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
15 Bjarni Jónasson IS2016257591 Dís frá Ytra-Vallholti 8,00 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
16 Þorgeir Ólafsson IS2015282365 Auðlind frá Þjórsárbakka 8,00 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
17 Þorgeir Ólafsson IS2017281512 Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 7,93 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
18 Árni Björn Pálsson IS2016186593 Sólfaxi frá Herríðarhóli 7,90 IS2024GEY161 – Opið WR Íþróttamót – Geysir (WR)
19 Sigurður Sigurðarson IS2011281838 Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 7,80 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
20 Jón Ársæll Bergmann IS2014186187 Heiður frá Eystra-Fróðholti 7,80 IS2024LM0211 – Landsmót hestamanna (WR)
21 Þorgeir Ólafsson IS2017281816 Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,77 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
22 Viðar Ingólfsson IS2015182466 Vonandi frá Halakoti 7,77 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
23 Hinrik Bragason IS2013125114 Gullhamar frá Dallandi 7,77 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
24 Ásmundur Ernir Snorrason IS2014181118 Askur frá Holtsmúla 1 7,70 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
25 Bergur Jónsson IS2014187660 Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 7,70 IS2024SLE088 – WR Íþróttamót Sleipnis  (WR)
26 Hans Þór Hilmarsson IS2015157777 Ölur frá Reykjavöllum 7,70 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)
27 Benjamín Sandur Ingólfsson IS2016201621 Elding frá Hrímnisholti 7,70 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
28 Helga Una Björnsdóttir IS2016280708 Bylgja frá Barkarstöðum 7,70 IS2024SLE088 – WR Íþróttamót Sleipnis  (WR)
29 Ásmundur Ernir Snorrason IS2016201747 Aðdáun frá Sólstað 7,67 IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR)
30 Hanne Oustad Smidesang IS2015184873 Tónn frá Hjarðartúni 7,63 IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR)

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar