Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Árni Björn leiðir einstaklingskeppnina

  • 26. febrúar 2022
  • Fréttir
Top Reiter heldur efsta sætinu í liðakeppninni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

Þremur mótum er lokið í Meistaradeildinni en keppni í fimmgangi fór fram í gær. Árni Björn Pálsson vann greinina á Kötlu frá Hemlu II og nældi sér í 12 stig í einstkalingskeppninni og stendur þar nú efstur með 21 stig. Teitur Árnason heldur áfram að bæta við sig stigum og er nú annar með 18 stig og í þriðja eru þau jöfn Sara Sigurbjörnsdóttir og Hinrik Bragason með 17 stig. Mjótt er á munum og enn nóg af stigum í pottinum. Hægt er að sjá 10 efstu knapa í einstaklingskeppninni hér fyrir neðan.

Top Reiter liðið stendur efst í liðakeppninni með 143 stig en nokkrar hrókeringar urðu á næstu liðum. Hrímnir/Hest.is var annað fyrir kvöldið en endaði í sjötta sæti. Auðsholtshjáleiga og Ganghestar/Margrétarhof var jöfn sem stigahæsta lið gærkvöldsins en þessi stig voru dýrmæt fyrir liðin. Auðsholtshjáleiga er nú komið í annað sæti úr því fjórða og Ganghestar/Margrétarhof í það þriðja úr sjötta sæti. Staðan í liðakeppninni er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Staðan í liðakeppninni

Top Reiter 143
Auðsholtshjáleiga 123
Ganghestar/Margrétarhof 122
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 121
Hestvit/Árbakki 107,5
Hrímnir/Hest.is 105
Hjarðartún 97
Skeiðvellir/Storm Rider 81,5

Staðan í einstaklingskeppninni

1. Árni Björn Pálsson 21
2. Teitur Árnason 18
3. Sara Sigurbjörnsdóttir 17
3. Hinrik Bragason 17
5. Glódís Rún Sigurðardóttir 12,5
6. Sigurður Sigurðarson 12
6. Flosi Ólafsson 12
8. Viðar Ingólfsson 8
9. Pierre Sandsten-Hoyos 7
9. Sigursteinn Sumarliðason 7
9. Þórarinn Eymundsson 7

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar