Heimsmeistaramót Árni Björn og Kastanía heimsmeistarar í tölti

  • 10. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Árna Björn í fréttinni

Frábærum A-úrslitum í tölti lauk nú rétt í þessu þar átti Ísland tvo fulltrúa þau Árna Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur á Össu frá Miðhúsum. Árni kom inn í úrslit eftir að hafa verið töluvert efstur í forkeppni og Jóhanna vann sér inn þátttökurétt með því að vinna B-úrslit í gær.

Árni Björn Pálsson lét forystuna aldrei af hendi og er nú kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hampað hafa tölthorninu. Lokaeinkunn hans og Kastaníu var 8,56.
í öðru sæti og því silfurhafi er Anna Lisa Zingsheim og Glaður frá Kálfhóli 2 með 8,39 og í því þriðja varð Jóhann Rúnar Skúlason og Evert fra Slippen með 8,22 í einkunn. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa urðu í sjötta sæti í úrslitunum með 7,72 í einkunn.

 

# Knapi Hestur Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum 8.56
2 Anna Lisa Zingsheim Glaður frá Kálfhóli 2 8.39
3 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 8.22
4 Jamila Berg Toppur frá Auðsholtshjáleigu 8.11
5 Lisa Schürger Kjalar frá Strandarhjáleigu 8.00
6 Jóhanna Margrét Snorradóttir Assa frá Miðhúsum 7.72

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar