Árni Björn og Ljúfur frá Torfunesi Íslandsmeistarar í tölti
Það er engu til logið þegar sagt er að síðustu úrslit Íslandsmótsins hafi verið konfekt fyrir augað, Allir stóðu knapar og hestar sig frábærlega og uppskáru eftir því.
Árni Björn Pálsson landaði Íslandsmeistaratitli með töluverðum yfirburðum með einkunnina 9,44 á Ljúfi frá Torfunesi.
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Árni Björn Pálsson / Ljúfur frá Torfunesi | 9,44 |
2 | Viðar Ingólfsson / Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II | 9,00 |
3 | Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi | 8,78 |
4-5 | Ævar Örn Guðjónsson / Vökull frá Efri-Brú | 8,67 |
4-5 | Jakob Svavar Sigurðsson / Hálfmáni frá Steinsholti | 8,67 |
6 | Teitur Árnason / Taktur frá Vakurstöðum | 8,56 |