Árs- og uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Sörla
Árs- og uppskeruhátíð barna- og unglinga hjá hestamannafélaginu Sörla var haldin á fimmtudagskvöld. Yfir 50 börn og unglingar mættu og skemmtu sér svo sannarlega vel.
Prettyboitjokko hélt uppi stuðinu ásamt því sem farið var í leiki og haft gaman saman.
Sörli er stoltur af öllu því frábæra unga fólki sem stundar hestamennsku á svæðinu. Allt eru þetta frábærar fyrirmyndir sem svo sannarlega kunna að skemmta sér fallega í sannri gleði.
Sörli veitti að vanda unga íþróttafólkinu sínu verðlaun fyrir góða frammistöðu á árinu.
Í barnaflokki stóðu efst
Knapi Sörla í barnaflokki er Una Björt Valgarðsdóttir
2. verðlaun Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir
3. verðlaun Elísabet Benediktsdóttir
Í unglingaflokki stóðu efst
Knapi Sörla í unglingaflokki er Fanndís Helgadóttir
2. verðlaun Kolbrún Sif Sindradóttir
3. verðlaun Snæfríður Ásta Jónasdóttir
Verðlaun fyrir ástundun í yngri flokkum
Árlega er síðan kosinn áhugasamasti unglingurinn en þau verðlaun eru veitt fyrir dugnað, áhuga, framfarir og það að vera góð fyrirmynd í hestamennsku. Að þessu sinni hlaut Helgi Freyr Haraldsson þá viðurkenningu.
Stjórn Sörla óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju. Að auki langar þeim að þakka öllu unga fólkinu okkar fyrir að gera félagsstarf Sörla jafn innihaldsríkt og skemmtilegt og það er í dag. Sörli er svo sannarlega félag sem sameinar kynslóðir. Það er svo sannarlega skemmtilegt að sjá reiðgöturnar fullar af hressum krökkum strax á haustdögum.
Áfram Sörli