Arthúr með hæstu aðaleinkunn án skeiðs á árinu

Arthúr frá Baldurhaga, knapi er Teitur Árnason. Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir
Nú í ár var í fyrsta skipti birt hæfileikaeinkunn án skeiðs (HÁS) og aðaleinkunn án skeiðs (AÁS) hjá öllum sýndum kynbótahrossum og er þetta liður í því að auka hlut klárhrossa í kynbótakerfinu. Líkt og fyrri ár komu mörg úrvals klárhross til dóms, og háar tölur sem féllu þeim í skaut. Efstur eftir árið er Arthúr frá Baldurshaga, undan Ársæl frá Hemlu II og Kengálu frá Búlandi, með aðaleinkunn án skeiðs upp á 9,12. Næst í röð er hryssan Hrönn frá Ragnheiðarstöðum, undan Hrannari frá Flugumýri og Hrund frá Ragnheiðarstöðum, með 9,01. Þriðji í röð er svo Fenrir frá Feti, sonur Loka frá Selfossi og Fljóð frá Feti, með 8,89.
Hér kemur topp tíu listinn yfir sýnd klárhross á Íslandi árið 2020.
- Arthúr frá Baldurshaga – B: 8,79 – HÁS: 9,30 – AÁS: 9,12 – Knapi: Teitur Árnason
- Hrönn frá Ragnheiðarstöðum – B: 8,64 – HÁS: 9,22 – AÁS: 9,01 – Knapi: Daníel Jónsson
- Fenrir frá Feti – B: 8,69 – HÁS: 9,15 – AÁS: 8,98 – Knapi: Árni Björn Pálsson
- Svarta-Perla frá Álfhólum – B: 8,51 – HÁS: 9,20 – AÁS: 8,96 – Knapi: Árni Björn Pálsson
- Bylgja frá Seljatungu – B: 8,75 – HÁS: 9,05 – AÁS: 8,95 – Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
- Krafla frá Austurási – B: 8,71 – HÁS: 9,08 – AÁS: 8,95 – Knapi: Árni Björn Pálsson
- Hnokki frá Eylandi – B: 8,34 – HÁS: 9,26 – AÁS: 8,94 – Knapi: Helga Una Björnsdóttir
- Hylur frá Flagbjarnarholti – B: 9,09 – HÁS: 8,83 – AÁS: 8,92 – Knapi: Guðmar Þór Pétursson
- Styrkur frá Leysingjastöðum II – B: 8,72 – HÁS: 9,00 – AÁS: 8,92 – Knapi: Helga Una Björnsdóttir
- Gígur frá Ketilsstöðum – B: 8,53 – HÁS: 9,04 – AÁS: 8,86 – Knapi: Elín Holst
Rétt er að halda til haga að hér er aðeins um að ræða hross sem fengu einkunnina 5,0 fyrir skeið, en tveir af hæst dæmdu alhliða hestum landsins hefðu komist á þennan topp tíu lista m/v aðaleinkunn þeirra án skeiðs, þeir Viðar frá Skör og Þór frá Stóra-Hofi.
Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.