Ásmundur og Hlökk efst á stöðulista í tölti og slaktaumatölti

  • 3. desember 2025
  • Fréttir

Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar.  Á heimasíðu FEIF er aðgengilegur stöðulisti ársins sem byggir á WR mótum og er þá meðaltal tveggja hæstu einkunna knapa og hests lagðar saman í eina einkunn.

Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði unnu það magnaða afrek í ár að vera efst bæði á stöðulista ársins í tölti (T1) og slaktaumatölti (T2).

Þegar tölt (T1) er skoðað er Ásmundur Ernir Snorrason  á Hlökk frá Strandarhöfði með 8,88 í einkunn, annar á listanum er Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum með 8,85 og í því þriðja er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti með 8,785.

Í slaktaumatölti eru Ásmundur Ernir og Hlökk efst með 8,90, önnur á listanum er Jolly Schrenk á Glæsi von Gut Wertheim með 8,55 og í þriðja sætinu er Daniel C. Schulz á Spuna vom Heesberg með 8,48 í einkunn.

Lista yfir 20 efstu pör ársins í tölti og slaktaumatölti má skoða hér fyrir neðan.

 

T1 – 20 efstu

#   Knapi & hestur Einkunn
1   Ásmundur Ernir Snorrason
Hlökk frá Strandarhöfði
8.880
2   Árni Björn Pálsson
Kastanía frá Kvistum
8.850
3   Jakob Svavar Sigurðsson
Skarpur frá Kýrholti
8.785
4   Jóhann R. Skúlason
Evert fra Slippen
8.635
5   Dennis Hedebo Johansen
Muni fra Bendstrup
8.500
6   Benjamín Sandur Ingólfsson
Elding frá Hrímnisholti
8.365
7   Rasmus Møller Jensen
Röskur fra Skjød
8.315
8   Anna-Lisa Zingsheim
Glaður frá Kálfhóli 2
8.235
8   Lisa Schürger
Kjalar frá Strandarhjáleigu
8.235
10   Árni Björn Pálsson
Sólfaxi frá Herríðarhóli
8.215
11   Páll Bragi Hólmarsson
Vísir frá Kagaðarhóli
8.200
12   Gústaf Ásgeir Hinriksson
Assa frá Miðhúsum
8.185
13   Brynja Kristinsdóttir
Sunna frá Haukagili Hvítársíðu
8.180
14   Nils Christian Larsen
Baltasar frá Sunnuholti
8.120
15   Flosi Ólafsson
Röðull frá Haukagili Hvítársíðu
8.085
16   Iben Katrine Andersen
Gideon fra Tømmerby Kær
8.035
17   Susanne Birgisson
Kári von der Hartmühle
8.030
18   Jakob Svavar Sigurðsson
Kór frá Skálakoti
7.985
18   Jolly Schrenk
Kvistur von Hagenbuch
7.985
18   Teitur Árnason
Fjalar frá Vakurstöðum
7.985

T2 – 20 efstu

1   Ásmundur Ernir Snorrason
Hlökk frá Strandarhöfði
8.900  
2   Jolly Schrenk
Glæsir von Gut Wertheim
8.550  
3   Daniel C. Schulz
Spuni vom Heesberg
8.480  
4   Lena Maxheimer
Tvistur frá Kjarna
8.430  
5   Helga Una Björnsdóttir
Ósk frá Stað
8.335  
6   Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Hulinn frá Breiðstöðum
8.270  
7   Christina Lund
Lukku-Blesi frá Selfossi
8.215  
8   Josje Bahl
Alsvinnur vom Wiesenhof
8.180  
9   Gerrit Sager
Draumur frá Feti
8.165  
9   Lisa Staubli
Viðja frá Feti
8.165  
11   Jakob Svavar Sigurðsson
Hrefna frá Fákshólum
8.100  
11   Jessica Rydin
Rosi frá Litlu-Brekku
8.100  
13   Jolly Schrenk
Kvistur von Hagenbuch
8.085  
14   Arnhildur Helgadóttir
Frosti frá Hjarðartúni
8.050  
14   Josefin Þorgeirsson
Galsi vom Maischeiderland
8.050  
16   Hákon Dan Ólafsson
Viktor frá Reykjavík
8.020  
17   Frauke Schenzel
Óðinn vom Habichtswald
8.000  
18   Christina Johansen
Nóri fra Vivildgård
7.950  
19   Lisa Schürger
Byr frá Strandarhjáleigu
7.850  
19   Oliver Egli
Hákon frá Báreksstöðum
7.850  

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar