Landsmót 2024 Ásmundur og Hlökk efst með glæsieinkunn

  • 3. júlí 2024
  • Fréttir

Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason Mynd: Freydís Bergsdóttir

Niðurstöður úr forkeppni í slaktaumatölti á Landsmóti

Þriðji dagur Landsmóts hafinn og byrjaði hann á sýningu fimm vetra stóðhesta á kynbótabrautinni og forkeppni í slaktaumatölti á aðalvellinum. Það var stuð á fólki hér í Víðidalnum í gær og margir komnir á tjaldsvæðið.

Forkeppni í slaktaumatölti gekk vel. Margar flottar sýningar og stóð upp úr sýning Ásmundar Ernis Snorrasonar á Hlökk frá Strandarhöfði en hlutu þau 8,50 í einkunn. Næstur er Ólafur Andri Guðmundsson á Draum frá Feti með 8,13 í einkunn og í því þriðja Teitur Árnason á Úlf frá Hrafnagili með 7,90 í einkunn.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppni en úrslit fara fram á sunnudag kl. 10:00. Næst á dagskrá eru milliriðlar í barnaflokki en þeir hefjast kl. 11:00

Tölt T2 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,50
2 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti 8,13
3 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili 7,90
4 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,87
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,67
6 Benedikt Ólafsson Bikar frá Ólafshaga 7,60
—————-
7-8 Finnbogi Bjarnason Leikur frá Sauðárkróki 7,50
7-8 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi 7,50
9 Arnar Máni Sigurjónsson Arion frá Miklholti 7,47
10 Arnar Máni Sigurjónsson Stormur frá Kambi 7,43
11 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,40
12-13 Viðar Ingólfsson Fjölnir frá Hólshúsum 7,37
12-13 Þorgeir Ólafsson Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II 7,37
14 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi 7,33
15-16 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,30
15-16 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 7,30
17-19 Sigurður Baldur Ríkharðsson Loftur frá Traðarlandi 7,23
17-19 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,23
17-19 Gústaf Ásgeir Hinriksson Bjarmi frá Akureyri 7,23
20 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Vildís frá Múla 6,97

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar